frjósemislæsi & kynheilbrigði
Hvað er frjósemislæsi?
Frjósemislæsi (e. fertility awareness) stendur fyrir blöndu af mikilli líkamsvitund og frjósemiseftirliti sem eflir túrverur á öllum aldri í að skilja líkama sinn betur og taka upplýstar ákvarðanir um eigin frjósemi.
Sú þekking getur verið notuð sem örugg og hormónalaus getnaðarvörn eða til að auka líkur á getnaði. Fylgst er með reglulegum sveiflum á grunnlíkamshita, leghálsslími, leghálsi, verkjum við egglos, breytingum á brjóstum og blæðingamynstri.
Hvernig virkar frjósemislæsi?
Túrverur geta einungis orðið þungaðar í tæplega sólarhring eftir egglos, eða í einn dag á nokkurra vikna fresti. Sæðisfrumur geta hins vegar lifað af í leggöngum í þrjá til fimm daga. Þó egglos verði á mismunandi dögum í mismunandi tíðarhringum er hægt að fylgjast með hvenær styttist í það og staðfesta að það hafi orðið, sem þýðir að frjósemistímabilinu er þar með lokið í þessum tíðarhring.
Frjósemislæsisaðferðir skipta tíðahringnum í frjósamt og ófrjósamt tímabil (sem er breytilegt eftir einstaklingi og tíðahring) og samkvæmt því er hægt að aðlaga samfarahætti við fjölskylduáætlun. Að nota frjósemislæsi í sambandi dreifir ábyrgð á getnaðarvörn jafn milli aðila ásamt því að aðlögun samfarahátta býður upp á möguleika til auka og dýpka samskipti, nýjar leiðir til að rækta nánd og óhefðbundnar leiðir til að veita unað.
Hvað er Sensiplan™ ?
Flæðarmál býður upp á frjósemisráðgjöf eftir Sensiplan™ aðferðinni. Sensiplan er mest rannsakaða og jafnframt öruggasta aðferð allra hormónalausra getnaðarvarna og er pearl index 0,4; svipað og fyrir getnaðarvarnapilluna.
Reglurnar eru bæði auðveldar og öruggar í gegnum öll frjósemisskeið, við reglulegar og óreglulegar blæðingar, við PCOS, eftir fæðingu og á breytingaskeiði.
Núverandi regluverk varð til í Þýskalandi á níunda áratug síðustu aldar og er blanda nokkurra eldri aðferða til frjósemiseftirlits. Háskólinn í Heidelberg hefur frá upphafi séð um vísindalegar rannsóknir á öryggi Sensiplan og er enn að því.
Öll ráðgjöf eru einstaklingsmiðuð og taka tillit til fjölbreytileika. Markmiðið er að öllum líði vel á meðan þau sækja þjónustu hjá Flæðarmál. Ráðgjöf eru ávallt hinseginvæn og eru öll velkomin óháð kynvitund, kynhneigð, sambandsform, uppruna, trúarbrögð, getu og samfélagslegri stöðu.
Flæðarmál
býður bráðum upp á námskeið um frjósemislæsi og kynheilbrigði á Íslandi
will soon offer courses on fertility awareness and sexual health in Iceland